Fréttir

Brautskráning í dag

18.12.2020

Í dag, 18. desember, fer fram brautskráning frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Athöfnin hefst kl. 13:00 en vegna sóttvarnareglna verða nemendur útskrifaðir í fjórum hópum.

 

 

Útskrifað verður í þessari röð:

Heilbrigðisskólinn

Nýsköpunar- og listabraut

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Félagsfræðibraut

Íþrótta- og heilbrigðisbraut

Náttúrufræðibraut

Viðskipta- og hagfræðibraut

 

Því miður er nemendum ekki heimilt að taka með sér gesti vegna aðstæðna í samfélaginu, en athöfninni verður streymt HÉR svo enginn ástvinur þurfi að missa af þessum merku tímamótum. Eins fá nemendur í hendur ljósmyndir frá deginum.

Útskriftarnemar eru beðnir að lesa vel upplýsingabréf frá stjórnendum og gæta sóttvarna á allan hátt á meðan dagskráin stendur yfir.