Fréttir

Brautskráning vor 2024

24.5.2024

Það var vindasamur og blautur en mjög gleðilegur dagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í dag þegar nem­endur mættu til útskriftar. Alls útskrifuðust 103 nemendur frá skólanum og þar af 9 af tveimur brautum; 65 stúdentar, 35 frá heilbrigðissviði, 10 af sérnámsbraut og 3 frá nýsköpunar- og listabraut.

Af stúdentsbrautum útskrifuðust 10 af félagsfræðibraut, 3 af íþrótta- og heilbrigðisbraut 12 af náttúrufræðibraut, 26 af opinni braut, 3 af viðskipta- og hagfræðibraut og 11 með viðbótarnám að loknu starfsnámi.

Af heilbrigðissviði útskrifuðust 17 sem sjúkraliðar, 5 af heilbrigðisritarabraut, einn af lyfjatæknabraut, 6 af heilsunuddbraut og 6 af tanntæknabraut.

10 frábærir nemendur útskrifuðust af sérnámsbraut eftir 4 ára nám.

Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn.

Alda Ricart Andradóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd stúdenta og Ellen Kristjánsdóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans.

Fjölmargir nemendur fengu viðurkenningar fygir góðan námsárangur. Dúx skólans var Arna Rut Arnarsdóttir með meðaleinkunina 9.56. Arna fékk viðurkenningu fyrir árangur í íslensku, stærðfræði og þýsku. Arna Rut hlaut einnig raungreinaverðlaun frá Háskólanum í Reykjavík fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum og menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og eftirtektaverða þrautseigju.

Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum nemenda í tónlistaráfanga skólans. Lauk síðan athöfninni með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á laginu Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum.

Við óskum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og óskum þeim bjartrar framtíðar.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.´

Hér eru einnig myndaalbúm með myndum frá útskriftinni:

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá nemendur sem fengu viðurkenningar við útskriftina:

Hólmfríður Hilmarsdóttir - Sjúkraliðabraut

Kara Guðný Knutsen - Lokaverkefni lyfjatæknibraut

Ellen Kristjánsdóttir - Tanntæknibraut

Íris Helga Aradóttir - Tanntæknibraut

Kolbeinn Hrafn Hjartarson - Myndlist og kvikmyndagerð

Viggo Snorri Óskarsson - Kvikmyndagerð og nýsköpun

Perla Heimisdóttir - Listgreinar

Finnur Torfason - Efnafræði

Arna Rut Arnarsdóttir - Stærðfræði, íslenska og þýska.

Kormákur Snorrason - Stærðfræði

Jessica Le - Stærðfræði og saga

Bjarki Freyr Sölvason - Saga og félagsfræði

Ragnheiður Dís Embludóttir - Spænska

Jóhanna Andrea Magnúsdóttir - Enska

Kristín Benigne Þorsteinsdóttir - Viðskiptagreinar

Árbjörg Sunna Markúsdóttir Félagsmál og umhverfismál

Alda Ricart Andradóttir Félagsmál og umhverfismál

Hjördís Freyja Kjartansdóttir Félagsmál; Morfís

Jóhanna Andrea Magnúsdóttir Enska og Félagsmál; Gettu betur

Þráinn Ásbjarnarson Félagsmál; Gettu betur

Arna Rut hlaut einnig raungreinaverðlaun frá Háskólanum í Reykjavík fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum og menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og eftirtektaverða þrautseigju.