Fréttir

Dagur myndlistar er í dag

26.10.2017

Dagur myndlistar er í dag, og verður haldinn hátíðlegur frá kl. 11:35 - 12.45  í fyrirlestrarsal Fjölbrautaskólans Ármúla. Markmið “Dags Myndlistar” er veita ungu fólki innsýn í það viðamikla starf sem felst í því að vera myndlistarmaður og bæta þannig grunnþekkingu á faginu. Allir sem láta sig myndlist varða ættu að mæta á kynninguna. María Kjartans myndlistarmaður  https://www.facebook.com/mariakjartans kemur í heimsókn til okkar en hún er mjög hæfileikaríkur listamaður sem vinnur mikið með kvikmyndamiðilinn og ljósmyndir í tengslum við tónlist og ætti sennilega vel að ná til allra. Það er skyldumæting fyrir alla nemendur sem eru á Nýsköpunar – og listabraut.  Nemendur munu vinna verkefni í tengslum við heimsóknina.