Fréttir

Enga rörsýn...

23.1.2018

Þessa vikuna stendur umhverfisráð FÁ fyrir vakningu um að menn hætti að nota rör (nema kannski píparar), þessi rör eða strá eru alger óþarfi og gera ekkert nema að útbía og valda skaða í lífríkinu. Hættum að nota rör/strá og ef þið notið þau af illri nauðsyn setjið þau þá í þartilgerð plastílát sem hanga á umhverfisfræðsutöflunni á Steypunni. Góð ráð eru ekki á hverju strái - en besta ráðið til að bjarga jörðinni frá hremmingum er að hætta að nota strá til að drekka í gegnum. En ef menn komast ekki hjá því að sjúga drykk um strá eða rör þá verða menn að gæta þess vel að rörið lendi í endurvinnslu en ekki úti í náttúrunni.