Fréttir

FÁ á Vörumessu

14.4.2024

Vörumessa á vegum JA Iceland var haldin í Smáralindinni núna um helgina þar sem nemendur frá framhaldsskólum landsins tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem er nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna.

Nemendur í frumkvöðlafræði og nýsköpunaráfanga á viðskipta- og hagfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla undir leiðsögn Róberts Örvars Ferdinandssonar kennara tóku þátt í sýningunni og kynntu vörur sínar sem vakti athygli og áhuga gesta í Smáralindinni.

FÁ var með 5 nýsköpunarfyrirtæki að þessu sinni sem voru fjölbreytt og skemmtileg. BT þjónusta býður upp heimilis þjónustu fyrir aldurshópinn 50-60 ára. Fish Flakes þróuðu fiskisnakk úr uggum. Nóti ákvað að endurnýta nylon fiskinet og sauma margnota poka. Styrkur ákvað að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík með því að selja áletraða bolla. Æskjur bjó til heimagerður brjóstsykur með mismunandi bragðtegundum til að vekja upp minningar um æskuárin á Íslandi.