Fréttir

FÁ úr leik í Gettu betur

18.1.2024

FÁ er því miður úr leik í Gettu betur eftir tap á móti firna sterku liði MR í gær. Eftir hraðaspurningar var staðan 21-15 MR í vil en í bjölluspurningunum stungu MR-ingarnir af og sigruðu að lokum 43-17.

Lið FÁ er skipað þeim Iðunni Úlfsdóttur, Jóhönnu Andreu Magnúsdóttur og Þráni Ásbjarnarsyni. Þess má geta að Þráinn hefur verið í liði FÁ síðastliðin 5 ár og staðið sig gríðarlega vel og haldið uppi liði FÁ. Hann mun útskrifast í vor og þökkum við honum kærlega fyrir hans framlag til keppninnar.