Fréttir

FÁ úr leik í FRÍS

18.3.2024

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla mætti Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í FRÍS síðastliðinn miðvikudag þar sem keppt var í Rocket League, Valorant og Counter-Strike 2. FÁ byrjaði keppnina á stórsigri í Rocket League en tapaði í kjölfarið i skotleiknum Counter-Strike 2. Þegar komið var að því að spila Valorant voru skólarnir búnir að vinna einn leik hvor og ljóst að sá skóli sem myndi sigra Valorant myndi komast áfram í undanúrslit. FVA náði snemma yfirhöndinni í Valorant en FÁ komu sterkir inn í seinni hluta leiks, það dugði þó ekki til og endaði leikurinn með sigri FVA og þar með var lið FÁ úr leik.

Rafíþróttalið FÁ á hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu!

Mynd: Skjáskot úr Rocket League leik FÁ og FVA