Fréttir

FÁ vann Versló í Morfís

26.1.2024

 

Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla keppti við lið Verslunarskóla Íslands í sextán liða úrslitum í MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi. FÁ gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina og er því komið áfram í 8 liða úrslit.

Umræðuefni keppninnar var áróður og mælti FÁ með en Verslunarskólinn á móti.

Heildarstig í keppninni voru 3044 talsins og refsistig engin. Stigamunur á liðunum var 187 stig og allir þrír dómarar voru sammála.

Ræðumaður kvöldsins var Hjördís Freyja Kjartansdóttir frá FÁ og hlaut hún 597 stig sem er frábær árangur.

Sigurlið Fjölbrautaskólans við Ármúla skipuðu þær Hjördís Freyja Kjartansdóttir, Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, Amarachi Rós Huldudóttir og Ágústa Rós Skúladóttir.

Frábær árangur hjá ykkur stelpur, til hamingju!