Fréttir

Fimm fræknu.... ungir frumkvöðlar vinna til verðlauna

2.5.2019

Þessi frækni hópur FÁ-nema hlaut verðlaun fyrir bestu fjármálalausnina á uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla. 120 fjölbreytt nýsköpunarverkefni kepptu til verðlauna en liðið sem kallast "Ungdómur" hefur unnið baki brotnu í vetur við að útfæra verkefnið sitt sem snýr að fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Sannarlega verðugt verkefni og frábær árangur hjá þeim Eggerti Unnari Snæþórssyni, Gunnlaugi Jóhanni Björnssyni, Halldóri Degi Jósefssyni og Vilhjálmi Kaldal Sigurðssyni sem eru á myndinni en Igor Silva Ducamp sem líka tók þátt í verkefninu vantar á myndina.