Fréttir

Fólk er furðulegt - leiksýning í FÁ

18.3.2024

Leiklistaráfangi skólans frumsýnir leikritið “Fólk er furðulegt” á þriðjudaginn.

"Fólk er furðulegt" er sirka klukkutíma löng sýning sem er samsett af þremur stuttum absúrdískum gamanleikjum eftir amerísku leikskáldin David Ives og Christopher Durang og lögum eftir The Doors, Dolly Parton, Casey Elliott og Chloe Moriondo.

Leikritið er sýnt í hátíðarsal Fjölbrautaskólans við Ármúla þriðjudaginn 19.mars klukkan 20:00, miðvikudaginn 20.mars klukkan 20:00 og fimmtudaginn 21.mars klukkan 13:00.

Miðaverð er 1.000 krónur og 500 krónur fyrir þá sem greitt hafa árgjald Nemendafélags Fjölbrautaskólans við Ármúla. Miðar eru seldir á staðnum. Popp og gos í boði.

Hvetjum öll til að mæta á þessa skemmtilegu sýningu.

Hér er tengill á viðburðinn á facebook: https://fb.me/e/3ppabaeM1