Fréttir

Forseti hæstaréttar tók á móti nemendum í viðskiptalögfræði

20.2.2024

 

Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar ásamt Ólöfu Finnsdóttur skifstofustjóra og Jenný Harðardóttur aðstoðamanni dómara tóku á móti hópnum.

Benedikt fór vel yfir sögu réttarins og þær breytingar sem urðu á starfsemi Hæstaréttar þegar bætt var við þriðja dómstiginu með stofnun Landsréttar árið 2018.

Hann útskýrði fyrir nemendum með hvaða hætti starfsemi héraðsdómstóla, Landsréttar og Hæstaréttar tengjast og á hvern hátt þau eru ólík.

Nemendur nýttu tækifærið og spurðu spjörunum úr um hin ýmsu mál er snúa að réttindum og skyldum dómara og málsaðila í málum fyrir Hæstarétti.

Að lokum ræddi hann um húsnæði Hæstaréttar sem var tekið í notkun árið 1996 sem arkitektarnir

Margrét Harðardóttir og Steve Crister teiknuðu.

Nemendur voru afar ánægðir með heimsókina og höfðu þeir á orði að heimsóknin hefði verði gagnleg og fræðandi.

Ásamt kennara áfangans Ragnhildi B. Guðjónsdóttur voru með í för kennaranemarnir Geirfríður S. Magnúsdóttir og Jóhann Kristjánsson.