Fréttir

Heimsóttu Kvikmyndasafn Íslands

10.4.2024

Sérfræðingar Kvikmyndasafns Íslands tóku vel á móti nemendum í Sjónvarpsþáttagerð (KVMG2SJ05) og Kvikmyndafræði (KFRT2KF05). Í heimsókninni fræddust nemendur um hlutverk safnsins og mikilvægi þess að varðveita myndefni. Hópurinn fékk einnig leiðsögn um safnið þar sem græjur til kvikmyndagerðar voru skoðaðar, gamlar sýningarvélar, filmur, veggspjöld og vel kældar filmugeymslur.