Fréttir

Hverfið mitt - lóðin við FÁ

15.9.2023

Kosning í Hverfið mitt er hafin á Hverfidmitt.is en lóð skólans er ein af þeim hugmyndum sem settar eru þar fram undir heitinu: Styrkja græna svæðið við FÁ.

Hönnun svæðisins hefur ekki átt sér stað sem felur í sér ótal tækifæri fyrir þetta áhugaverða svæði sem er að hluta til lóð FÁ en jafnframt að stórum hluta borgarland Reykjavíkur. Þetta svæði gæti orðið lyftistöng fyrir skólana á svæðinu og allt nærumhverfið. Sleðabrekka yrði sterkt aðdráttarafl á veturna en hægt væri að auki að gera svæðið aðlaðandi fyrir gesti og gangandi með t.d. bekkjum og útigrilli.

Kosningin er rafræn og stendur yfir í tvær vikur, til miðnættis 28. september. Það er einfalt að kjósa og tekur ekki nema örfáar mínútur. Við hvetjum alla til að kjósa:

https://kosning2023.reykjavik.is/area-ballot/5