Fréttir

Innritun í FÁ

13.3.2020


Nemendur í dagskóla eru teknir inn í skólann á haust- og vorönn ár hvert. Auk þess geta nemendur sótt um og stundað fjarnám á sumarönn til viðbótar við haust- og vorönn.

Allar umsóknir eru metnar af skólastjórn og fá umsækjendur svarbréf í tölvupósti. Þau sem eru að koma ný inn í skólann fylgjast með stöðu umsókna á innritunarvefnum.

Smelltu hér til að sækja um skólavist.

Innritun haustönn 2020

Innritun fer fram í tvennu lagi fyrir nýnema. Forinnritun fer fram dagana 9. mars – 13. apríl og velja nemendur þá einn skóla sem þeir vilja helst fara í og annan til vara. Lokainnritun verður síðan frá 6. maí – 10. júní en þá liggja fyrir skólaeinkunnir nemenda. Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir allt þar til innritunartímabilinu lýkur. Svör við umsóknum verða póstlögð eins fljótt og auðið er en Menntamálastofnun áskilur sér rétt til úrvinnslu gagna allt fram til 19. júní.


Eldri nemendur (fæddir 2003 og fyrr) geta sótt um frá 6. apríl til 31. maí. Þeir nota til þess Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is og fá sendan í heimabanka (2-3 mínútur) eða á lögheimili (2-3 virkir dagar) eða rafræn skilríki frá viðskiptabanka.


Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði inn á námsbrautir eru miðuð við að nemendur séu með A eða B+/B, C í einkunn frá grunnskóla í kjarnagreinum (dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði). Umsækjendur sem eru með D í einkunn í kjarnagrein eru teknir inn í skólann en innritast inn á Almenna námsbraut, nemandi klárar þá grunnáfanga sem hann þarf að ljúka ásamt því að vera í fleiri greinum sem nýtast beint inn á þá braut sem nemandi óskar eftir að fara á.

Nemendur með einkunnina A eða B+/B fara beint inn á áfanga á öðru þrepi í kjarnagreinum.

Nemendur sem eru yngri en 18 ára njóta forgangs.