Fréttir

Kennslumat vorannar opið til 28. mars

14.3.2019

Á hádegi í dag var opnað fyrir kennslumat vorannar og það verður opið til 28. mars.
Að þessu sinni eru metnir 72 áfangar og má sjá hér hvaða áfangar fara í mat að þessu sinni.

Það er helst að frétta að kennslumatið hefur verið stytt allverulega, þannig að spurningum var fækkað úr 27 í 13. Þetta er gert í þeim tilgangi að auka svörun og vonandi verður sú raunin.
Það er auðvelt að nota snjallsíma við matið og við prófun voru nemendur ekki nema 4 – 6 mínútur að meta.

Spurningalistinn er að sjálfsögðu á íslensku en hægt er að opna enska þýðingu og hafa til hliðsjónar á slóðinni:
http://www4.fa.is/ritstjorn/heimasida/Mat_vor19_enska.htm