Fréttir

Kristrún Birgisdóttir ráðin aðstoðarskólameistari FÁ

5.11.2018

Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar hefur verið ráðin aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Kristrún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum árið 2006, BA í uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ árið 2009 og framhaldsnámi í náms- og starfsráðgjöf árið 2010. Ennfremur lauk Kristrún viðbótarnámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri í júní 2018.
Frá árinu 2010 til 2015 starfaði Kristrún sem sérfræðingur í framhaldsskóladeild Menntamálaráðuneytisins og frá árinu 2015 hefur hún starfað sem sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar.

Alls voru umsækjendur um starfið 21 talsins. Þeim er öllum þakkaður áhugi á starfinu með ósk um bjarta framtíð.