Fréttir

Krufning í lífeðlisfræði

18.4.2023

Stundum þarf að kryfja málin vel til að læra og komast að niðurstöðu. Það vita nemendur í lífeðlisfræði hjá Þórhalli Halldórssyni, en nýlega krufðu þau líffæri úr svínum. Ástæða þess er sú að líffæri svína eru afar lík líffærum manna og henta því vel til að skoða og læra.

Nemendum var skipt í hópa og glímdi hver hópur við að greina í sundur líffærin og átta sig á því hvernig þetta allt saman virkar. Afar lærdómsríkt fyrir nemendur að skilja betur samhengi hlutanna í flóknu samspili líffæra og til að dýpka þekkinguna á viðfangsefninu.

Nemendur voru allir sammála um að þetta hafi verið mjög skemmtilegt og fræðandi.

Fleiri myndir má sjá hér.