Fréttir

Leiksýning í FÁ - Fólk er furðulegt

2.4.2024

 

Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er boðið upp á leiklistaráfanga í vali, leiklist að hausti og leiksýning að vori. Það er öllum nemendum í skólanum frjálst að velja þess áfanga. Vikuna fyrir páskafrí sýndu nemendur í leiksýningaráfanganum afrakstur annarinnar en það var stórglæsileg leiksýning sem bar nafnið “Fólk er furðulegt”. Hópurinn sýndi verkið þrisvar sinnum í hátíðarsal skólans undir stjórn kennarans Sumarliða Snælands Ingimarssonar. Nemendur sáu um allt er kom að sýningunni. Nemendur af listabraut sáu um leikmynd og leikmuni, nemendur í fatahönnum sáu um búningana og nemendur í tónlistaráfanganum sáu um tónlistina í sýningunni. Algjörlega frábært samstarf á milli áfanga.

Fólk er furðulegt er samsett af þremur eftir verkum eftir leikskáldin David Ives (Time Flies, 1997 & Sure Thing, 1988) og Christopher Durang (DMV Tyrant, 1988). Öll eru þetta verk sem svipar til svokallaðra „sketcha“ eða stuttra gamanleikja þar sem viðfangsefnið í hverju þeirra er samskipti. Í því fyrsta veltir Ives fyrir sér tilveru dægurflugunnar en líkt og nafnið gefur til kynna lifir hún eingöngu í einn dag. Í því öðru fáum við að sjá hvernig tveir einstaklingar reyna að finna sálufélaga hvort í öðru í nokkurs konar Groundhog Day aðstæðum. Í því þriðja fáum við að kynnast stofnanaskrifræðinu sem oft getur tekið á taugarnar. Tónlistin í verkinu endurspeglar svo þema hvers verks fyrir sig og rammar það að lokum inn með lagi eftir bandarísku rokkhljómsveitina The Doors.

Til hamingju með frábæra sýningu!