Fréttir

Nemendafélag FÁ

16.10.2023

Í FÁ er starfrækt öflugt nemendafélag, NFFÁ. Nemendafélagið er áfangi á öðru þrepi og geta allir áhugasamir skráð sig í áfangann og fengið feiningar fyrir vinnu sína þar. NFFÁ stendur fyrir ýmsum fjölbreyttum viðburðum yfir veturinn, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nemenda og er mikil áhersla lögð á það að skapa góðan skólaanda og vera með allskyns uppákomur yfir skóladaginn.

Í vetur eru 5 flottar stelpur í stjórn nemendafélagsins. Það eru þær Sara Jóhanna forseti, Melkorka Rut varaforseti, Snædís Hekla gjaldkeri, Layan hagsmuna- og jafnréttisfulltrúi og Ágústa Rós markaðsfulltrúi.

Hér er hægt að lesa meira um félagslífið í FÁ.