Fréttir

Nemendur búa til tölvuleiki

5.5.2023

Undanfarnar vikur hafa nemendur í leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) unnið í lokaverkefnum þar sem markmiðið er að þróa sína eigin leikjahugmynd og útfæra hana sem “prótótýpu” eða frumgerð. Í áfanganum búa nemendur til nokkra einfalda smáleiki yfir önnina og enda svo á stærra verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að spreyta sig á sínu áhugasviði.

Fjögur lokaverkefni eru nú til sýnis á netinu og eru þau skemmtilega fjölbreytt. Í tölvuleiknun Mage Slayer þarf spilarinn að sigra þrjá endakalla sem hafa mismunandi krafta, í Gissur: The Siege Of Grugga hefur nornin Grugga skipulagt heimsyfirráð og getur enginn stöðvað hana nema sjálfur Gissur! Myrkrið er allsráðandi í Hiding in the dark þar sem ógnvænlegir hlutir leynast víða og síðast en ekki síst fylgjum við ævintýraför riddarans í leiknum Journey of the Knight.

Hægt er að spila leikina í tölvu hér. Nemendur skólans geta notað tölvurnar í N-álmu til að prófa leikina.

Leikina gerðu Arnór Ingi, Elvar Örn, Sölvi Snær, Míkha, Krummi og K-Crew.

Hér má sjá sýnishorn úr lokaverkefnunum.