Fréttir

Nú er kátt í höllinni!

10.4.2019

Í dag lýkur Alþjóðaviku FÁ og af því tilefni er blásið til heljarinnar veislu. Það verður söngur, gleði, dans og tónlist að ógleymdum mat frá ýmsum heimshornum sem nokkrir veitingastaðir ætla að elda handa okkur - ókeypis.
Engin veisla án góðra gesta. Eliza forsetafrú ætlar að heiðra samkomuna og einnig okkar fyrrverandi nemandi Sanna borgarfulltrúi og Tanja frá deCODE, allt konur sem hafa náð langt á sínu sviði. Ekki má gleyma því að fjölmiðlar verða á staðnum og því um að gera að koma vel greiddur og sætur í skólann.
Veislan byrjar á slaginu tólf og vonandi sjá allir sér fært að taka þátt í gleðinni. FÁ er skóli fjölbreytileikans!