Fréttir

Ný námsbraut í FÁ, Heilbrigðisvísindabraut

4.5.2023

Frá og með næstu önn, haustönn 2023 verður í boði glæný námsbraut hér í FÁ, Heilbrigðisvísindabraut. Tilgangur brautarinnar er að undirbúa nemendur undir nám á háskólastigi í heilbrigðisgreinum og er þá sérstaklega horft til undirbúnings fyrir samkeppnispróf í hjúkrunarfræði og fyrir inntökupróf lækna- og tannlæknadeildar. Heilbrigðisvísindabrautin er 200 eininga bóknámsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skiptist hún í tvær línur; hjúkrunarlínu og lækna-, tannlækna- og sjúkraþjálfunarlínu.

Við teljum að hér sé á ferðinni einstök braut, fyrsta sinnar tegundar á landinu þar sem við erum svo heppin að geta nýtt okkur sérhæfða áfanga frá Heilbrigðisskólanum. Er það von okkar að nemendur sem stefna á nám í heilbrigðisgreinum eigi eftir að nýta sér brautina í framtíðinni.

Hér má nánari upplýsingar um brautina.