Fréttir

Nýnem­a­ball FÁ, Tækni­skólans og FB

7.10.2021

Nýnem­a­ball FÁ verður haldið í sam­vinnu við nem­enda­félög Fjöl­brauta­skól­ans í Breiðholti og Tækniskólans. Ballið verður á Spot í Kópa­vogi fimmtu­daginn 14. október.

Húsið opnar kl. 21:00 og lokar kl. 22:00 (ekki er hleypt inn eftir þann tíma) og lýkur ballinu á miðnætti.
Fram koma:

DJ Dóra Júlía

Sprite Zero Klan

Jói P og Króli


Miðasala er hafin og kostar miðinn 3500 kr. Miðasala fer fram hér: https://yess.is/e/nft/nynemaballtskolafbfa/
Miðasalan er ein­göngu fyrir nem­endur FÁ, FB og Tækniskólann og fer hún fram í gegnum raf­ræna miðasölu NFFÁ.
Við munum bjóða upp á rútu sem fer frá FÁ kl. 20.40 á Spot og aftur í FÁ eftir ballið kl. 12.00. Skráning verður í rútuna í næstu viku.


Nem­endafélag FÁ (NFFÁ) stendur fyrir edrúpotti, þar sem öllum sem koma á ballið verður boðið að blása í áfeng­is­mæli til þess að komast í pottinn. Eftir vetr­ar­leyfi verða svo tveir heppnir nem­endur dregnir út og fá hvor um sig 25.000 kr. inn­eign í Kringluna.


Rétt eins og á öðrum viðburðum NFFÁ er öll meðferð áfengis og annarra vímugjafa óheimil. Einnig er vert að nefna að á ballinu er ekki leyfi­legt að koma inn með tóbak (síga­rettur, neftóbak eða munn­tóbak), nikó­tínpúða eða rafrettur. Allur óheimill varningur verður gerður upptækur og honum fargað.


Allir sem koma á ballið þurfa að fram­vísa miðanum við hurðina ásamt niðurstöðum úr neikvæðu hraðprófi vegna COVID-19 frá Heilsugæslu (sjálfspróf duga ekki). Hraðprófið má ekki vera eldra en 48 klst gamalt.

https://www.testcovid.is/

https://www.heilsugaeslan.is/.../Hradprof-vegna.../