Fréttir

Nýnemadagur haustið 2022

6.9.2022

Í upp­hafi hvers skólaárs býður nemendasamband FÁ (NFFÁ) nýnemum upp á nýnemadag þar sem nýjum nem­endum gefst tæki­færi á að kynnast hvort öðru með skemmti­legri dag­skrá. Þann 2.september var ferðinni heitið í Skemmtigarðinn í Grafarvogi þar sem nýnemar skemmtu sér í dásamlegu sumarveðri í litabolta, lasertag, klessubolta, archery tag, minigolfi og fótboltagolfi. Frábær dagur með frábærum nýnemum.

Fleiri myndir frá nýnemadeginum má sjá á facebook síðu skólans.