Fréttir

Öll velkomin

14.5.2024

Í síðustu viku kláruðu nemendur á listabraut skólans að vinna listaverk á vegg á Steypunni í FÁ sem býður öll velkomin í skólann. Nemendur í myndlistaráfanganum MYNL2LI05 unnu verkið undir leiðsögn kennara síns, Jeannette Castioni. Nemendurnir unnu jafnt og þétt yfir önnina og náðu loksins að klára í síðustu viku og er útkoman stórglæsileg, líflegur og flottur veggur sem tekur vel á móti gestum og gangandi.