Fréttir

Plastlaus september

13.9.2018

Eins og flestir vita er plastið að kæfa allt líf í sjónum, plast er til marga hluta nytsamlegt en plast á röngum stað er skaðvænlegt. Nú erum við hálfnuð með plastlausan september og þótt hver og einn geti kannski ekki lagt mikið af mörkum má ekki gleyma að margt smátt gerir eitt stórt eins og Jónas Hallgrímsson sagði:

 Bera bý bagga skoplítinn

hvert að húsi heim;

en þaðan koma ljós 

hin logaskæru 

á altari hins göfgva guðs.

 Plokkum plast! Plokkum á leið í skólann, plokkum á leið heim! SVo má minna á að á sunnudaginn 16. september er Dagur náttúrunnar. Upp á þann dag verður haldið á mánudaginn kemur.