Fréttir

Rúsínan í pylsuendanum

10.5.2019

Í gær var öllum í skólanum boðið í pylsu með öllu í tilefni kennsluloka. Og í dag var síðasti kennsludagur - og allir pínuglaðir - hver hefði trúað því í janúar að þessi dagur rynni upp? En rúsínan í pylsuendanum er samt ekki gleypt því enn eru eftir nokkrir prófdagar en þeir líða eins og annað. Allt hefur sinn tíma, að borða pylsu hefur sinn tíma og að taka próf hefur sinn tíma. Og svo kemur sumarið fagnandi og alltelskandi sólin!l