Fréttir

Samgöngurnar blómstra í FÁ

20.9.2018

FÁ er blómlegur skóli en getur samt alltaf við sig blómum bætt. Í dag hlaut FÁ, ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum, Samgönguviðurkenningu Reykjavíkur árið 2018. Við viðurkenningunni tóku Magnús Ingvason skólameistari ásamt þeim Tinnu Eiríksdóttur,og Jóhönnu Þ. Sturlaugsdóttur sem eru í umhverfisráði skólans.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs afhenti fulltrúum Alta, Umhverfisstofnunar og Fjölbrautaskólans við Ármúla viðurkenninguna í Samgönguviku 2018. Forsendur viðurkenningarinnar eru m.a. þær að
FÁ er framhaldsskóli sem hefur staðið framarlega meðal íslenskra framhaldsskóla í umhverfisstarfi síðastliðin ár. Dæmi um kosti:
Skólinn er með hjólastæði undir þaki og mörg opin hjólastæði fyrir nemendur og starfsfólk.
Aðgangur að bílastæðum er lokaður með aðgangshliði. Nemendur þurfa að greiða 6500 kr. fyrir afnot af bílastæði fyrir eina önn.
FÁ var annar vinnustaðurinn á Íslandi og fyrsti skóli landsins til að bjóða starfsmönnum sínum upp á samgöngusamning.
Einnig var hann fyrsti framhaldsskólinn á Íslandi til að hljóta Grænfánann og setja sér sjálfbærnistefnu.
Í skólanum býðst nemendum að taka þátt í íþróttaáfanga sem nefnist hjólað/gengið í skólann og fá fyrir það einingu/ar.
Þá var skólinn fyrsti framhaldsskólinn á höfuðborgarsvæðinu til að setja upp hleðslustaura fyrir rafbíla, ætlaða bæði starfsmönnum og nemendum.