Fréttir

Skólaheimsókn til Portúgal

5.6.2024

Þann 26. maí hélt 60 manna hópur kennara og starfsmanna í FÁ til Portúgal. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér starfið í tveim skólum í borginni Braga, Oficina og Agrupamento de escolas Sá De Miranda. Tveir ólíkir en flottir skólar sem gaman var að heimsækja. Sérstaka athygli vakti að portúgalskir nemendur eru alla jafna í skólanum frá átta á morgnana og til sex á kvöldin og fara þá í tómstundastarf. Ekki mikill tími sem fjölskyldurnar fá saman þarna í Portúgal.

Seinni hlutann af ferðinni hélt hópurinn svo til Portó. Þar var margt skemmtilegt að skoða, falleg borg með mikla sögu.

Hér má sjá heimasíður skólanna:

Oficina

Agrupamento de escolas Sá De Miranda