Fréttir

Skuggakosningar 12. apríl

10.4.2018

Á morgun, 11. apríl, munu stjórnmálamenn mæta á Sal kl. 11.30 og svara spurningum um sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða þann 26. maí. Skuggakosningarnar sjálfar verða fimmtudaginn 12. apríl; allir sem eru fæddir eftir 28. apríl 1995 eru á kjörskrá en verða að mæta með skilríki því til sönnunar. Ekki verða aðeins Skuggakosningarnar haldnar heldur verður einnig kosið í stjórn nemendafélagsins (NFFÁ) fyrir næsta ár. Það er borgaraleg skylda að taka þátt í kosningum. Allir að mæta.