Fréttir

Spiluðu tölvuleik í sögu

25.9.2023

Um 100 nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla skelltu sér til Forn-Egyptalands á dögunum og skoðuðu meðal annars Pýramídann mikla, Vitann í Faros og borgina Alexandríu á leið sinni um landið. Ferðalagið átti sér stað í nýju tölvustofu skólans þar sem tölvuleikurinn Assassin's Creed var spilaður í sögutíma. Í Assassin’s Creed tölvuleikjaseríunni ferðast söguhetja leiksins aftur í tímann og heimsækir sögufræga staði í Egyptalandi, Grikklandi, Bretlandi og víðar.

Ferð nemenda hófst í Alexandríu þar sem hópurinn fékk einkaleiðsögn um borgina og síðar um pýramídana. Að því loknu fengu nemendur frjálsan tíma til að skoða sig um svæðið og taka myndir af því sem fangaði augu þeirra. Eins og sjá má á myndunum var margt á sjá og ferðin svo sannarlega eftirminnileg.

Verkefnið er samstarfsverkefni sögukennara og tölvuleikjakennara skólans.

Myndir: Skjáskot úr tölvuleiknum Discovery Tour by Assassin's Creed: Ancient Egypt (2018)

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans .