Fréttir

Það birtir, léttist brún

2.2.2019

Kyndilmessa: Sólris 10:05 - sólarlag 17:18 og myrkur 18: 14

Ef í heiði sólin sést, 

á sjálfa kyndilmessu 

snjóa vænta máttu mest

 maður upp frá þessu.

Á þessum degi var á miðöldum einnig farin mikil skrúðganga innan kirkju og utan og um kirkjugarð. Bar þá hver maður logandi kerti, bæði klerkalið og söfnuður. Af þessi öllu fékk hátíðin nafnið missa candelarum sem þýðir kertamessa. Kveikjum á kertum þegar kvöldar og minnumst alls þess góða sem við njótum.