Fréttir

Umhverfisfréttafólk - FÁ í öðru sæti

10.5.2023

Á ári hverju býðst ungu fólki í grunn- og framhaldsskólum að taka þátt í samkeppni á vegum Landverndar. Samkeppnin ber heitið Umhverfisfréttafólk og snýst um að koma umhverfismáli að eigin vali á framfæri við almenning með fjölbreyttum leiðum.

Nemendur í ljósmyndavali í FÁ - LJÓS2SM05 undir stjórn Jeannette Castioni, tóku myndir og unnu þær og sendu í keppnina. Fjölmörg verkefni bárust í keppnina, voru þau af ólíkum toga og komu frá skólum víðsvegar af landinu.

Freyr Thors nemandi í FÁ varð í öðru sæti í keppninni með ljósmyndina “We don't care, do you?“

Hér má sjá umsögn dómnefndar um verkið: Skapandi gjörningur og kraftmikil nálgun á stórt og erfitt viðfangsefni á veraldarvísu. Myndin er einföld, afhjúpandi og sterk með marglaga skilaboð um neysluhyggjuna og vanmátt manneskjunnar gagnvart eigin breyskleika. Myndin fjallar um græðgi, sóun og ábyrgð og ábyrgðarleysi. Verkið er sláandi og hugvekjandi með djúpri hugsun og beittri sýn. Sannleikurinn berskjaldaður og einlægur. Verkið er listrænt og frumlegt og listamaðurinn sýnir áræði og sjálfstæði.

Hér má sjá fleiri úrslit í keppninni

Innilegar hamingjuóskir Freyr.