Fréttir (Síða 2)

6.5.2020 : Congratulations humanity

FÁ-nemandinn Ásdís Rós Þórisdóttir hreppti í dag 2. sæti í samkeppni Landverndar, Ungt umhverfisfréttafólk!

Fjörutíu nemendaverkefni bárust keppninni en dómnefndin telur ljósmynd Ásdísar, „Congratulations humanity“, listaverk sem veki áhorfandann sannarlega til umhugsunar. Myndin segi meira en þúsund orð og hitti okkur neytendur, sem erum fastir í viðjum umbúðasamfélagsins, beint í hjartastað. Þá sé ljósmyndin sterk gagnrýni á stórfyrirtæki og hvernig þau standi fyrir umhverfisskaðandi iðnaði um allan heim.

Að auki var ljósmynd Ásdísar valin besta verkefnið af ungu fólki (Ungum umhverfissinnum, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtökum íslenskra stúdenta) sem hafði þetta að segja um myndina: „Kakan segir okkur með kalhæðni og húmor hvernig okkar hversdagslega neysluhegðun kemur verst niður á okkur sjálfum.“.

Til hamingju Ásdís með frábært verkefni og verðskuldaða viðurkenningu!

Lesa meira

3.5.2020 : Rafræn heimapróf - Online exams

Varðandi vorprófin / regarding final exams - english below

Vorprófin ì ár verða með öðru sniði en venjulega vegna covid-19. Öll lokapróf verða rafræn heimapróf og haldin innan stundaskrár á dögunum 4.-15. maí. Prófað verður í tvöföldum tíma þess áfanga sem prófið er ì. Athugið þó að alls ekki allir áfangar munu hafa lokapróf.

Tímasetning og aðrar upplýsingar um lokapróf annarinnar er að finna á moodle og í skilaboðum frá kennurum. Einkunnir á Innu hafa nù verið lokaðar nemendum vegna námsmats yfir prófatímann.

Munið að tekið verður jafn hart á svindli ì þessum heimaprófum og öðrum prófum ì skólanum!

Lesa meira

1.5.2020 : Sumarkveðja 2020

Starfsfólk FÁ óskar sínum kæru nemendum gleðilegs sumars og sendir þeim baràttukveðjur á lokaspretti annarinnar! 

Lesa meira

30.4.2020 : Innritun á haustönn!

Nú og til 31. maí stendur yfir innritun eldri nemenda (fæddir 2003 og fyrr) í framhaldsskóla á haustönn 2020. Þeir nota til þess rafræn skilríki frá viðskiptabanka eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is og fá sendan í heimabanka (2-3 mínútur) eða á lögheimili (2-3 virkir dagar).

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní þegar fyrir liggja skólaeinkunnir þeirra. Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir sínar á þessu tímabili.

Skráning í sumarönn fjarnáms mun standa yfir 22. maí til 4. júní.

Vegna samkomubanns náðist því miður ekki að halda okkar árlega opna hús til að kynna áhugasömum skólann, en hér má skoða rafræna kynningarbæklinga um námsleiðirnar okkar. Allar upplýsingar varðandi nám í FÁ er einnig hægt að nálgast á heimasíðu skólans og fyrirspurnir er varða námsframboð má senda á netfangið kb@fa.is.

Smelltu hér til að sækja um skólavist í FÁ.

Lesa meira

16.4.2020 : Viðtal við námsráðgjafa FÁ

Hér má hlusta á gott viðtal við einn af námsráðgjöfum FÁ, Sigrúnu Fjeldsted, sem á feykinóg af góðum ráðum til allra framhaldsskólanema á þessum skrýtnu tímum: https://www.ruv.is/frett/2020/04/16/jafnvaegi-milli-thess-sem-madur-vill-og-tharf-ad-gera 

Lesa meira

6.4.2020 : Varðandi lengt samkomubann

Varðandi lengt samkomubann

Lesa meira

23.3.2020 : Innritun í dagskóla FÁ

Forinnritun nemenda í 10. bekk í framhaldsskóla næsta vetur stendur yfir á vef Menntamálastofnunar til 13. apríl 2020.

Vegna samkomubanns náðist því miður ekki að halda okkar árlega opna hús til að kynna áhugasömum skólann, en hér að neðan má skoða rafræna kynningarbæklinga um námsleiðirnar okkar.

Allar upplýsingar varðandi nám í FÁ er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni okkar og fyrirspurnir er varða námsframboð má senda á netfangið kb@fa.is.

Athugið að innritun eldri nemenda stendur yfir frá 6. apríl til 31. maí, og lokainnritun nýnema frá 6. maí til 10. júní.

Lesa meira

20.3.2020 : Námsráðgjöf á tímum Covid-19

Náms- og starfsráðgjafar eru í vinnu á meðan skólinn er lokaður en eins og staðan er núna er því miður ekki í boði að koma í skólann í viðtal. Við verðum með fjarráðgjöf í gegnum tölvupóst, síma eða fjarfundabúnað og hvetjum ykkur til þess að hafa samband. Hægt er að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst (sjá neðar) eða bóka tíma í Innu og við höfum þá samband við ykkur.

namsradgjof@fa.is

hronn@fa.is

sandra@fa.is

sigrunf@fa.is

Við mælum með að þið haldið góðri rútínu og skipuleggið tímann ykkar vel, hér er hægt að nálgast vikuáætlun og mánaðarplan fyrir mars og apríl:

http://www2.fa.is/namsradgjof/vikan.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Mars2020.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Apr2020.pdf

Hér má svo finna góð ráð um skipulag náms: https://www.fa.is/thjonusta/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof/skipulag/


Með kveðju,

Náms- og starfsráðgjöf FÁ

Hrönn, Sandra og Sigrún

Lesa meira

14.3.2020 : Samkomubann

 

Ágætu nemendur og foreldrar/forráðamenn.

Eins og stjórnvöld hafa gefið út er okkur gert að loka skólanum næstu fjórar vikur. Skólahald heldur þó áfram í gegnum fjarkennslu.

Þetta eru ekki auðveldir tímar og fordæmalausir. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að árangur annarinnar verði sem bestur.

Ég hvet nemendur til að halda takti og líta ekki á þetta sem frí. Gott er að nota tímann í eitthvað uppbyggjandi fyrir líkama og sál; fara í göngutúra, stunda hugleiðslu, o.s.frv. Njóta þess að vera til á þessum óvissutímum.

Hægt er að ná í stjórnendur, kennara og námsráðgjafa, en netföng allra starfsmanna má finna á heimasíðu skólans.

Kveðja.
Magnús Ingvason
skólameistari FÁ

Lesa meira

13.3.2020 : Innritun í FÁ

 

Nemendur í dagskóla eru teknir inn í skólann á haust- og vorönn ár hvert. Auk þess geta nemendur sótt um og stundað fjarnám á sumarönn til viðbótar við haust- og vorönn.

Allar umsóknir eru metnar af skólastjórn og fá umsækjendur svarbréf í tölvupósti. Þau sem eru að koma ný inn í skólann fylgjast með stöðu umsókna á innritunarvefnum.

Smelltu hér til að sækja um skólavist.

Innritun haustönn 2020

Innritun fer fram í tvennu lagi fyrir nýnema. Forinnritun fer fram dagana 9. mars – 13. apríl og velja nemendur þá einn skóla sem þeir vilja helst fara í og annan til vara. Lokainnritun verður síðan frá 6. maí – 10. júní en þá liggja fyrir skólaeinkunnir nemenda. Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir allt þar til innritunartímabilinu lýkur. Svör við umsóknum verða póstlögð eins fljótt og auðið er en Menntamálastofnun áskilur sér rétt til úrvinnslu gagna allt fram til 19. júní.


Eldri nemendur (fæddir 2003 og fyrr) geta sótt um frá 6. apríl til 31. maí. Þeir nota til þess Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is og fá sendan í heimabanka (2-3 mínútur) eða á lögheimili (2-3 virkir dagar) eða rafræn skilríki frá viðskiptabanka.


Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði inn á námsbrautir eru miðuð við að nemendur séu með A eða B+/B, C í einkunn frá grunnskóla í kjarnagreinum (dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði). Umsækjendur sem eru með D í einkunn í kjarnagrein eru teknir inn í skólann en innritast inn á Almenna námsbraut, nemandi klárar þá grunnáfanga sem hann þarf að ljúka ásamt því að vera í fleiri greinum sem nýtast beint inn á þá braut sem nemandi óskar eftir að fara á.

Nemendur með einkunnina A eða B+/B fara beint inn á áfanga á öðru þrepi í kjarnagreinum.

Nemendur sem eru yngri en 18 ára njóta forgangs.

Lesa meira

8.3.2020 : Árdagur 2020

Síðastliðinn fimmtudag hélt FÁ sinn árlega Árdag – þemadag þar sem skóladagurinn er brotinn upp og í stað hefðbundinnar kennslu skemmta nemendur og starfsfólk sér saman. Nemendur skiptu sér í fjölmenn lið, hvert lið merkt ákveðnum lit eða mynstri, og kepptu liðin sín á milli í fjölbreyttum þrautum í boði starfsfólks. Þrautirnar spönnuðu allt frá íþróttum til lista, heilaleikfimi til handavinnu, karókísöngs til spurningakeppna. Þessum skemmtilega degi lauk svo á pizzuveislu og samsöng.

 

Lesa meira

7.3.2020 : Tilkynning - opið hús

Þar sem hættustig almannavarna hefur nú verið uppfært í neyðarstig vegna kórónaveirunnar (COVID-19) þá hafa skólastjórnendur Fjölbrautaskólans við Ármúla tekið ákvörðun um að opnu húsi, sem halda átti mánudaginn 9. mars, skuli að svo stöddu frestað, um óákveðinn tíma. 

Lesa meira

5.3.2020 : Árshátíð nemenda

Síðasta fimmtudagskvöld héldu nemendur FÁ glæsilega árshátíð í sal skólans. Boðið var upp á veislumat frá Múlakaffi og Pétur Jóhann var kynnir kvöldsins. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum; Karen Björg mætti með uppistand, starfsmannahljómsveitin ÚFF rokkaði og Tónsmiðja nemenda flutti ljúfa tóna. Dregið var í happdrætti um geggjuð verðlaun, og gestir flykktust linnulaust í myndabásinn - enda prúðbúnir samkvæmt þema kvöldsins "Hollywood glam". Kennarar og skólastjórnendur voru minna prúðbúnir, enda kvöldið nemendanna og hlutverk starfsfólks skólans að þjóna og þrífa. Loks flutti rúta gesti upp í Kópavog á skemmtilegt ball með FB og Tækniskólanum, þar sem hljómsveitin Stuðlabandið hélt uppi stuðinu fram eftir nóttu.

Lesa meira

3.3.2020 : Viðbragðsáætlun Fjölbrautaskólans við Ármúla og Covid–19

Vakin er athygli á viðbragðsáætlun sem birt er á heimasíðu skólans . Þar er lýst réttum viðbrögðum við ógnunum svo sem náttúruvá, efnaslysum og smitsjúkdómum. Með áætlunni er verið að gera viðbragðsleiðbeiningar fyrir mismunandi vá.

Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi á landinu vegna veirunnar COVID-19. Það er gert í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis. Vegna þessa var kafla um leiðbeiningar fyrir skóla um varnir gegn sýklum hraðað og má finna hér . Frekari upplýsingar og leiðbeiningar útbreiðslu COVID-19 sýkilsins er að finna á vefsíðu embættis landlæknis á https://www.landlaeknir.is/

Nemendur og starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla eru hvattir til að kynna sér rækilega upplýsingarnar og fylgja ábendingum um varnir gegn smiti og grípa til aðgerða ef grunur um smit vaknar.

Lesa meira

1.3.2020 : Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var haldin í 6. sinn um helgina. Að venju var skipulagning hátíðarinnar í höndum nemenda FÁ en þau Ragnheiður Sól, Matthildur Louise, Matthías, Krummi, Darri, Gísli Snær, Guðmundur Eyjólfur og Kristófer Máni, sem og kvikmyndakennarinn þeirra Þór Elís, eiga sannarlega hrós skilið fyrir glæsilega hátíð!

Metfjöldi stuttmynda barst keppninni í ár - alls frá nemendum sex framhaldsskóla - og að sama skapi var hátíðin afar vel sótt gestum. Leikstjórarnir Gaukur Úlfarsson og Ísold Uggadóttir, og leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir skipuðu dómnefndina og fóru úrslit svo:

Gleðipakkinn var valin besta stuttmyndin en að henni standa Tækniskólanemendurnir Gabríel Elí Jóhannsson og Einar Karl Pétursson. Gleðipakkinn hlaut einnig önnur af tveimur áhorfendaverðlaunum helgarinnar. Best tæknilega útfærða myndin þótti Ferðalok eftir Óðin Jökul Björnsson, nemanda Menntaskólans við Hamrahlíð. Samnemandi hans, Oddur Sigþór Hilmarsson, hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna í myndinni Mansöngur. Loks voru svokölluð “Hildar verðlaun” veitt í fyrsta skipti fyrir bestu frumsömdu tónlistina, sem fóru einmitt til hennar Hildar Vöku Björnsdóttur, nemanda Menntaskólans við Hamrahlíð, fyrir tónlist í mynd hennar Capable.

FÁ fór ekki tómhentur frá borði en myndin Tvíræður eftir þá Hauk Tý Þorsteinsson og Guðmund Elí Jóhannesson var kosin önnur af tveimur uppáhaldsmyndum áhorfenda, og fékk einnig verðlaun sem best leikna myndin. Auk Hauks leika í myndinni þær Alex Ford og Carmela Torrini, en allir þessir nemendur hafa sett mark sitt á hina frábæru árlegu leiksýningu FÁ í umsjón leikstjórans Sumarliða Snæland.

Hver verðlaunahafi var leystur út með glæsilegum verðlaunum, en helst ber þar að nefna vikunámskeið hjá New York Film Academy.

Lesa meira

28.2.2020 : FÁ sigraði lífshlaupið!

 

Lífshlaupið er þjóðarátak í hreyfingu þar sem skólar, vinnustaðir og einstaklingar etja kappi um sem mesta hreyfingu yfir ákveðið tímabil í febrúar. FÁ fékk tvenn verðlaun innan flokksins "framhaldsskóli með 400-999 nemendur" - en okkar nemar hreyfðu sig bæði flesta dagana og í flestar mínútur. Enda skólinn stappfullur af mögnuðu íþróttafólki!

Þau Íris og Samúel tóku á móti verðlaununum fyrir hönd skólans í dag.

Lesa meira

20.2.2020 : FÁ hlýtur lýðheilsustyrk

Í vikunni tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla, ásamt glæstum hópi, við úthlutun úr Lýðheilsusjóði. Við styrkveitingar þetta árið var áhersla lögð á aðgerðir sem efla forvarnir, kynheilbrigði, geðheilsu og vímuefnavarnir. Upphæðin sem FÁ tók við úr höndum heilbrigðisráðherra verður nýtt í allt ofangreint, þ.e. í fjölbreytta fræðslu til nemenda um þau fjölmörgu atriði sem ýmist ógna eða stuðla að heilbrigðu lífi ungmenna.
Takk fyrir okkur! 

Lesa meira

13.2.2020 : Skólahald fellur niður 14. febrúar

Kæru nemendur,
Vegna óvenju slæmrar veðurspár og viðvarana frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum hefur verið ákveðið að aflýsa allri starfsemi í skólanum á morgun, föstudaginn 14. febrúar.Við hvetjum ykkur til að nota daginn í þágu námsins þó að skólahald falli niður. Gangi ykkur vel!

Lesa meira

12.2.2020 : Skautaferð

Rúmlega 100 nemendur tóku sér pásu frá lærdómi eina kennslustund og skelltu sér saman í skautahöllina í dag. 

Lesa meira
Síða 2 af 5