Fréttir (Síða 4)

19.5.2023 : Útskrift 20. maí

 

Útskrift Fjölbrautskólans við Ármúla á vorönn 2023 mun fara fram í hátíðarsal skólans, laugardaginn 20.maí kl. 13.00.

Æfing fyrir útskrift verður föstudaginn 19.maí kl. 16.00

 

 

Lesa meira

10.5.2023 : Umhverfisfréttafólk - FÁ í öðru sæti

 

Á ári hverju býðst ungu fólki í grunn- og framhaldsskólum að taka þátt í samkeppni á vegum Landverndar. Samkeppnin ber heitið Umhverfisfréttafólk og snýst um að koma umhverfismáli að eigin vali á framfæri við almenning með fjölbreyttum leiðum.

Fjölmörg verkefni bárust í keppnina, voru þau af ólíkum toga og komu frá skólum víðsvegar af landinu.

Freyr Thors nemandi í FÁ varð í öðru sæti í keppninni með ljósmyndina “We don't care, do you?“

Hér má sjá umsögn dómnefndar um verkið: Skapandi gjörningur og kraftmikil nálgun á stórt og erfitt viðfangsefni á veraldarvísu. Myndin er einföld, afhjúpandi og sterk með marglaga skilaboð um neysluhyggjuna og vanmátt manneskjunnar gagnvart eigin breyskleika. Myndin fjallar um græðgi, sóun og ábyrgð og ábyrgðarleysi. Verkið er sláandi og hugvekjandi með djúpri hugsun og beittri sýn. Sannleikurinn berskjaldaður og einlægur. Verkið er listrænt og frumlegt og listamaðurinn sýnir áræði og sjálfstæði.

Hér má sjá fleiri úrslit í keppninni

Innilegar hamingjuóskir Freyr.

 

Lesa meira

8.5.2023 : Annarlok - mikilvægar dagsetningar

 

Senn líður að ann­ar­lokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mik­ilvæg atriði.

12.maí - Síðasti kennsludagur en nánari upp­lýs­ingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

15. maí - Sjúkrapróf/ uppsóp.

17.maí - Einkunnir birtast í Innu.

17. maí - Prófsýning og viðtöl vegna námsmats kl. 12:00 – 13:00.

19.maí - Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00.

19. maí - Æfing fyrir útskrift kl. 16:00.

20. maí - Útskrift í hátíðarsal skólans kl. 13:00.

Nám á næstu önn. Allir nem­endur sem halda áfram námi á næstu önn eiga að vera búnir að velja. Greiðsluseðlar verða sendir út eftir útskrift.

Gangi ykkur sem allra best á loka­sprett­inum.

 

Lesa meira

5.5.2023 : Nemendur búa til tölvuleiki

 

Undanfarnar vikur hafa nemendur í leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) unnið í lokaverkefnum þar sem markmiðið er að þróa sína eigin leikjahugmynd og útfæra hana sem “prótótýpu” eða frumgerð. Í áfanganum búa nemendur til nokkra einfalda smáleiki yfir önnina og enda svo á stærra verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að spreyta sig á sínu áhugasviði.

Fjögur lokaverkefni eru nú til sýnis á netinu og eru þau skemmtilega fjölbreytt. Í tölvuleiknun Mage Slayer þarf spilarinn að sigra þrjá endakalla sem hafa mismunandi krafta, í Gissur: The Siege Of Grugga hefur nornin Grugga skipulagt heimsyfirráð og getur enginn stöðvað hana nema sjálfur Gissur! Myrkrið er allsráðandi í Hiding in the dark þar sem ógnvænlegir hlutir leynast víða og síðast en ekki síst fylgjum við ævintýraför riddarans í leiknum Journey of the Knight.

Hægt er að spila leikina í tölvu hér.  Nemendur skólans geta notað tölvurnar í N-álmu til að prófa leikina.

Leikina gerðu Arnór Ingi, Elvar Örn, Sölvi Snær, Míkha, Krummi og K-Crew.

Hér má sjá sýnishorn úr lokaverkefnunum.

 

Lesa meira

4.5.2023 : Ný námsbraut í FÁ, Heilbrigðisvísindabraut

 

Frá og með næstu önn, haustönn 2023 verður í boði glæný námsbraut hér í FÁ, Heilbrigðisvísindabraut. Tilgangur brautarinnar er að undirbúa nemendur undir nám á háskólastigi í heilbrigðisgreinum og er þá sérstaklega horft til undirbúnings fyrir samkeppnispróf í hjúkrunarfræði og fyrir inntökupróf lækna-, sjúkraþjálfunar- og tannlæknadeildar. Heilbrigðisvísindabrautin er 200 eininga bóknámsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skiptist hún í tvær línur; hjúkrunarlínu og lækna-, tannlækna- og sjúkraþjálfunarlínu.

Við teljum að hér sé á ferðinni einstök braut, fyrsta sinnar tegundar á landinu þar sem við erum svo heppin að geta nýtt okkur sérhæfða áfanga frá Heilbrigðisskólanum. Er það von okkar að nemendur sem stefna á nám í heilbrigðisgreinum eigi eftir að nýta sér brautina í framtíðinni.

Hér má nánari upplýsingar um brautina.

 

Lesa meira

25.4.2023 : Heimsókn til Frakklands

Um síðustu helgi fór hópur nemenda og kennara úr FÁ í heimsókn til Dijon í Frakklandi, alls 15 nemendur og 4 kennarar. Þau eru þátttakendur í Erasmus+ verkefni sem ber yfirskriftina “Global Awareness in Action” og er verið að vinna með það að við séum meðvituð um sjálfan okkur og hvernig okkur líður, að við séum meðvituð um aðra og um umhverfi okkar til framtíðar.  

Þau verða úti í Frakklandi í 10 daga og munu vinna alskyns verkefni með frökkunum ásamt því að skoða áhugaverða staði í Dijon.

 
Hér sjáum við nokkrar myndir úr ferðinni.

Lesa meira

19.4.2023 : Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti er á morgun, fimmtudaginn 20.apríl og þá er að sjálfsögðu frí.

Föstudaginn 21.apríl er námsmatsdagur. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag og verður skrifstofa skólans jafnframt lokuð.
Við óskum öllum gleðilegs sumars.

Lesa meira

18.4.2023 : Krufning í lífeðlisfræði

Stundum þarf að kryfja málin vel til að læra og komast að niðurstöðu. Það vita nemendur í lífeðlisfræði hjá Þórhalli Halldórssyni, en nýlega krufðu þau líffæri úr svínum. Ástæða þess er sú að líffæri svína eru afar lík líffærum manna og henta því vel til að skoða og læra.


Nemendum var skipt í hópa og glímdi hver hópur við að greina í sundur líffærin og átta sig á því hvernig þetta allt saman virkar. Afar lærdómsríkt fyrir nemendur að skilja betur samhengi hlutanna í flóknu samspili líffæra og til að dýpka þekkinguna á viðfangsefninu.

 
Nemendur voru allir sammála um að þetta hafi verið mjög skemmtilegt og fræðandi.


Fleiri myndir má sjá hér.

Lesa meira

14.4.2023 : Sýning lokaáfanga í myndlist

 

Sýning lokaáfanga í myndlist verður haldin í gallerý Hins Hússins. Sýningin opnar 15. apríl og stendur til 15. maí. Á þessari sýningu eru nemendur að sýna fjölbreytt lokaverk sín sem þau hafa unnið við að skapa í um þrjá mánuði.

Við hvetjum alla til að mæta!

Hér er tengill á viðburðinn á Facebook.

 

Lesa meira

13.4.2023 : FÁ vann framhaldsskólamótið í hestaíþróttum

 

Um síðustu helgi fór fram Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum í Samskiptahöllinni í Spretti og varð Fjölbrautarskólinn við Ármúla efstur í stigakeppnni. Guðný Dís Jónsdóttir keppti ein fyrir hönd FÁ og stóð hún sig svo frábærlega í öllum keppnisgreinunum að FÁ var efst í heildarstigasöfnun skólanna og vann hún líka í heildarstigakeppni einstaklinga.

Fyrir þetta fékk hún fyrir skólann forláta farandgrip sem hefur alla tíð verið til sýnis í FSu en mun verða til sýnis í FÁ þetta árið.

Við óskum Guðnýju Dís hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Hér má sjá nánari úrslit í hverri grein.

Lesa meira

12.4.2023 : Myndlistarsýning nemenda FÁ í safnaðarheimili Grensáskirkju

 

Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla standa nú fyrir sýningu í Gallerý Glugga í safnaðarheimili Grensáskirkju. Sýningin opnaði föstudaginn 31. mars og stendur út aprílmánuð.

Fjölbrautarskólinn í Ármúla og Grensáskirkja efndu í upphafi ársins til samstarfs um táknin í kirkjunni, myndlist og myndlistarsýningu. Falleg glerlistaverk prýða Grensáskirkju. Þau eru eftir okkar helst listamann á því sviði, Leif Breiðfjörð og eru listaverk hans rík af táknum og litum.

Lesa meira:

 

Lesa meira

11.4.2023 : Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna

 

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF, var haldin í 9. skiptið helgina 25. -26. mars í Bíó Paradís. Alls voru sýndar 28 myndir á hátíðinni frá skólum út um allt land, m.a. frá FÁ, MH, Verzló, Borgarholtsskóla, Tækniskólanum, Menntaskólanum að Laugarvatni og Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Að þessu sinni samanstóð dómnefnd hátíðarinnar af Christof Wehmeier, kynningarstjóra Kvikmyndamiðtöðvar Íslands, Marzibil Snæfríðar Sæmundsdóttir kvikmyndagerðarkonu og Dóru Jóhannsdóttur leikkonu og leikstjóra. Heiðursgestirnir í ár voru leikstjórarnir Guðný Halldórsdóttir og Olaf de Fleur.

Lesa meira:

 

 

Lesa meira

31.3.2023 : Þorbjörn keppir í Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Hinu húsinu laugardaginn 1. apríl. Þorbjörn Helgason keppir fyrir hönd FÁ með lagið Touch me með The Doors og er númer 14 á svið. Það þýðir að í símakosningunni verður hann með númerið 900 9114. 
Við hvetjum alla til að kjósa því að símakosningin gildir 50% og mun hafa áhrif á úrslit keppninnar.
Beint streymi verður frá keppninni á Stöð2 Vísi og hefst klukkan 19:00.
Áfram FÁ og Þorbjörn!

Lesa meira

29.3.2023 : Vörumessa 2023 í Smáralind

Vörumessa á vegum JA Iceland var haldin í Smáralind 23. og 24. mars síðastliðin þar sem nemendur tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem er nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna.

Nemendur í frumkvöðlafræði og nýsköpunaráfanga á viðskipta- og hagfræðibraut Fjölbrautaskólnas við Ármúla undir leiðsögn Róberts Örvars Ferdinandssonar kennara tóku þátt í sýningunni og kynntu vörur sínar sem vakti athygli og áhuga gesta í Smáralindinni.

Nýsköpunarfyrirtæki nemenda FÁ voru fjölbreytt, en það eru Lausnin sem er app sem heldur utan um alla viðburði og veitingastaði sem henta einstaklingum, 3002 hönnun og tíska, Ventura fjármálaráðgjöf og VAX sem framleiðir kerti á umhverfisvænan hátt. 

Lesa meira

27.3.2023 : Leikskólabörn frá Múlaborg í heimsókn í FÁ

Á föstudaginn fengum við góða heimsókn frá leikskólanum Múlaborg sem er hér við hliðina á FÁ. Hópur leikskólabarna kíktu yfir og fengu fræðslu frá nemum í tanntækninámi um umhirðu tanna. Börnin unnu svo í hópum, lærðu m.a. að bursta tennurnar og fengu að æfa sig á risaeðlutönnum.
Þetta þverfaglega samstarf hefur verið í gangi í nokkur ár og frábært tækifæri fyrir tanntækninema að æfa sig og fyrir leikskólabörnin að fá fræðslu um tannumhirðu og heimsækja skólann sem þau horfa á alla daga.

Lesa meira

24.3.2023 : Takk fyrir komuna

Í gær var opið hús í FÁ fyrir 10.bekkinga og aðra áhugasama. Það var mjög góð mæting og frábær stemning. Við þökkum öllum fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta á næstu önn.

Til að kynna sér skólann enn frekar þá eru upplýsingar hér.

Lesa meira

20.3.2023 : Opið hús í FÁ fimmtudaginn 23. mars

 

Opið hús verður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fimmtudaginn 23.mars kl. 16.30 - 18.00.

Kynning verður á námsbrautum, aðstöðu og félagslífi skólans.

Við hvetjum nemendur í 9. og 10. bekk og forráðamenn þeirra til að koma og kynna sér það fjölbreytta nám sem er í boði.

Búið er að stofna viðburð á facebook og hvetjum við fólk til að skrá sig þar til að fylgjast með upplýsingum um opna húsið.

 

Lesa meira

14.3.2023 : Nemendur FÁ á Alþingi

Í upphafi vikunnar fóru nemendur í Íslands-og mannkynssögu frá lokum 18. aldar til samtímans í vettvangsferð á Alþingi, sem er eitt elsta samfellda þjóðþing heims.

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, tók á móti hópnum, sýndi þeim húsið og fór yfir sögu og störf þingsins. Meðal þess sem vakti athygli og áhuga nemenda var þjóðfundarmálverk Gunnlaugs Blöndals, listmálara frá Blönduósi, frá þjóðfundinum 1851.

Þá sagði Vilhjálmur einnig nemendum frá fyrri störfum sínum sem lögreglumaður en þá kom í ljós að meðal nemanda í hópnum var einn þeirra sem ætlaði sér að leggja stund á nám í lögreglufræðum og verða lögreglumaður. Vilhjálmur hafði þá á orði að það væri ágætis grunnur til að verða þingmaður enda hefði reynsla hans úr lögreglunni nýst honum vel í þingstörfunum sem og öðru sem hann hefði tekið sér fyrir hendur.

Nemendum þótti heimsóknin gagnleg en ekki síður fróðleg, enda tengdist hún ýmsu því sem þau læra um í áfanganum.  

Lesa meira

10.3.2023 : Nemendur FÁ heimsóttu Fangelsismálastofnun

 

Nemendur í félagsfræði og viðskiptalögfræði skólans fóru í heimsókn í Fangelsismálastofnun sem sér um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsingar. Erla Kristín Ásgeirsdóttir lögfræðingur og staðgengill forstjóra hélt fyrirlestur um hlutverk, starfsemi og málefnalega hugmyndafræði stofnunarinnar.

Áherslur Fangelsismálastofnunar snúast umfram allt um betrun eins og hjá systurstofnunum hennar á Norðurlöndum. Þessi betrun skilar brotamönnum í ríkari mæli aftur út í samfélagið sem friðsömum og gagnlegum borgurum.

Aðspurðir um ferðina nefndu nemendur að vettvangsferðin hefði opnað augu þeirra gagnvart mikilvægi betrunar og samkenndar í málaflokki brotamanna og töldu mikilvægt að falla ekki í gryfju múgæsings og refsigirni.

 

Lesa meira

8.3.2023 : Gróskumikið skólastarf vakti athygli D.K.G. kvenna

 

Við fengum góða gesti í heimsókn í skólann í síðustu viku. Konur úr Alfadeild Delta Kappa Gamma, sem er alþjóðlegt félag kvenna í fræðslustörfum, komu til að kynna sér skólastarfið og einkum og sér í lagi Heilbrigðisskólann. Skólastjórnendur, formaður skólanefndar og deildarstjórar Heilbrigðiskólans tóku vel á móti hópnum. Þær Aðalheiður D. Matthiesen og Kristrún Sigurðardóttir kennslustjórar heilbrigðisgreina kynntu það nám sem til boða stendur, hvaða réttindi það veitir nemendum og mikilvægi þess fyrir heilbrigðiskerfið.

Síðan skoðuðu gestirnir kennsluaðstöðuna í Heilbrigðisskólanum og höfðu á orði að hún væri til algjörrar fyrirmyndar og nauðsynlegt væri að hvetja fleiri til að mennta sig á þessu sviði.

 

Lesa meira
Síða 4 af 5