Fréttir

12.10.2020 : Vikan

Ágætu nemendur og forráðamenn,

Nú liggur fyrir að kennsla mun fara fram í fjarnámi á Teams samkvæmt stundatöflu í það minnsta til 19. október. Það er ljóst að fjarnám hentar nemendum misjafnlega en vegna fjölda smita í samfélaginu og hertra reglna heilbrigðisyfirvalda er fjarnámið eini kosturinn sem við höfum til að halda uppi kennslu í skólanum.

Fjarnám krefst þess að nemendur skipuleggi nám sitt enn betur en áður, og umfram allt er lykilatriði að mæta í alla Teams-tímana. Þar sem áfangarnir eru flestir símatsáfangar er mikilvægt að halda sig við efnið og skila verkefnum á tilsettum tíma.

Partur af því að skipuleggja nám sitt vel er að halda rútínu og passa vel upp á svefn, hreyfingu og mataræði.

Þó við höfum áhyggjur af velferð og námsframvindu allra okkar nemenda, höfum við hvað mestar áhyggjur af nemendum sem eru yngri en 18 ára. Við biðjum þau sem standa að þeim hópi að taka þátt í því að hvetja nemendur áfram, fylgjast vel með mætingu og námsframvindu á INNU og Moodle.

Þessa dagana eru umsjónakennarar nemenda yngri en 18 ára að hafa samband við sína nemendur til að taka stöðuna á því hvernig gengur.

Við minnum einnig á að í skólanum er öflugt stuðningsteymi sem er að störfum þótt nemendur séu ekki í skólanum. Nemendur sem þurfa aðstoð vegna skipulagningu náms eiga að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa en hægt er að óska eftir viðtali með því að hringja eða senda póst á namsradgjof@fa.is.

Við skólann starfar einnig sálfræðingur og við hvetjum nemendur sem telja sig þurfa á sálfræðiaðstoð að halda að senda póst á salfraedingur@fa.is.

Kær kveðja,

Magnús Ingvason, skólameistari FÁ

PS. Einn af námsráðgjöfum skólans var í viðtali á RÚV í vor þar sem hún gaf nemendum góð ráð þegar fyrsta bylgja veirunnar reið yfir og er jafn gagnlegt núna: https://www.ruv.is/frett/2020/04/16/jafnvaegi-milli-thess-sem-madur-vill-og-tharf-ad-gera

PSS. Lagið sem starfsmenn skólans „sendu“ nemendum í vor á einnig enn við á þessum tímum: https://www.youtube.com/watch?v=mcCgrkiIeww 

Lesa meira

3.10.2020 : Fjarkennsla í næstu viku

Ágætu nemendur og forráðamenn,

 

Í ljósi þess að smitum hefur fjölgað mikið í samfélaginu höfum við tekið þá ákvörðun að öll kennsla, fyrir utan kennslu nemenda á sérnámsbraut, verði áfram í fjarnámi í næstu viku.

 

Nemendur, aðrir en þeir sem eru á sérnámsbraut, eiga því ekki að mæta í skólann á mánudaginn eins og ráðgert var. Kennt verður samkvæmt stundaskrá á Teams og við hvetjum nemendur til að mæta vel í Teams tímana og stunda námið áfram af kappi.

 

Um leið og eitthvað breytist munum við setja inn fréttir á heimasíðu skólans og samfélagsmiðla. Nemendur sem ekki hafa aðgang að tölvum er bent á að senda póst á skrifstofa@fa.is.

 

Með góðri kveðju,
Magnús Ingvason, skólameistari
og Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari

Lesa meira

28.9.2020 : Þessi vika

Ágætu nemendur og forráðamenn.


Viðvarandi Covid-19 ástandi ætlar ekki að linna í bráð. Þrátt fyrir talsvert mörg smit í samfélaginu er ætlun okkar skólayfirvalda að byrja að hleypa inn nemendum í smáum stíl þessa viku.


Mjög ströng grímuskylda verður í öllum skólanum; í kennslustofum, á göngum skólans og í öllum öðrum rýmum. Nemendur eru hvattir til þess að koma með sínar eigin grímur, en einnig verður hægt að fá grímur á skrifstofu skólans. Allir nemar sótthreinsa borð sín í upphafi kennslutíma, og við virðum 1 metra regluna og 2 metra regluna þar sem hægt er. Nemendur eru einnig hvattir til þess að koma með nesti með sér þar sem matsala verður lokuð þessa viku.


Mæting nemenda í vikunni er eftirfarandi:
*Mánudagur 28. september og út vikuna – Nemendur á sérnámsbraut.
*Þriðjudagur 29. september og út vikuna – Nemendur í verklegum áföngum í Heilbrigðisskólanum og nemendur á sjúkraliðabrú.
*Miðvikudagur 30. september og út vikuna – Nemendur sem eru í ÍSAN og ÍSTA áföngum.
*Fimmtudagur 1. október og út vikuna – Nemendur sem eru í UN, GR og BY áföngum í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði og LÍFS1ÉG03 og UMSJ1ÉG01 áföngum.

Kennsla í öllum öðrum áföngum verður í Teams þessa viku eins og verið hefur.
Ráðgert er svo að allir nemendur skólans komi nk. mánudag 5. október í skólann í staðkennslu.

Allt ofanritað er að sjálfsögðu með ýmsum fyrirvörum. Ef eitthvað óvænt kemur upp, verður brugðist við því og nemendur og forráðamenn látnir vita af því eins fljótt og auðið er.

Kveðja.
Magnús Ingvason
Skólameistari FÁ

 

Lesa meira

25.9.2020 : Næsta vika

Ágætu nemendur og forráðamenn.


Eins og ykkur er kunnugt hefur fjarkennsla verið við lýði þessa viku. Samkvæmt upplýsingum sem ég fæ hjá kennurum hefur hún alla jafna tekist vel; nemendur áhugasamir og virkir. Staðkennsla er þó það sem við stefnum að, en vegna óvissuástands vegna Covid-19 ætlum við að fara varlega í að fá nemendur inn í skólann.


Þó eru ákveðnir hópar nemenda sem við viljum fá inn í skólann sem fyrst. Nk. mánudag munu t.d. nemendur á sérnámsbraut koma í skólann samkvæmt stundaskrá, en þeir eru í sér rými í skólanum. Aðrir nemendur stunda áfram fjarnám samkvæmt stundatöflu.


Kennsla í skólanum í næstu viku lýtur afar ströngum skilyrðum. Allir nemendur og kennarar bera grímu; bæði í kennslustofum og almennum rýmum. Auk þess verður 1 metra reglan viðhöfð í öllum skólanum. Þá höldum við áfram að sótthreinsa skólaborð í upphafi hvers kennslutíma. Enginn afsláttur verður gefinn vegna þessara ráðstafana og ég treysti því að farið verði eftir þeim í einu og öllu.


Eftir sem áður á enginn að koma í skólann sem finnur fyrir minnstu einkennum Covid-19.


Ákvörðun um nánara fyrirkomulag verður kynnt í síðasta lagi á hádegi nk. mánudag og verður tilkynning um slíkt sett á heimasíðu skólans.


Kveðja.


Magnús Ingvason

Skólameistari FÁ

Lesa meira

22.9.2020 : Starfsfólk FÁ í sóttkví

Allt starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla er komið í sóttkví, en þrír nemendur og tveir starfsmenn hafa greinst með kórónuveiruna.


Nemendur skólans þurfa ekki að fara í sóttkví nema þeir finni fyrir einkennum veirunnar (kvefi, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverkjum, þreytu o.fl.), en frekari upplýsingar um slíkt má finna á covid.is og heilsuvera.is. Þetta er samkvæmt ráðleggingum sóttvarnayfirvalda, en skólinn hefur átt gott samstarf við þau vegna málsins.


Þessa viku er fjarkennt í gegnum forritið Teams og því hefur sóttkví starfsmanna ekki mikil áhrif á skólastarfið, nema á sérnámsbraut skólans sem átti að vera í kennslu þessa viku. Í lok þessarar viku verður tekin ákvörðun um fyrirkomulag skólastarfsins næstu vikur.


Gangi ykkur öllum vel í náminu þessa viku.


Kveðja.

Magnús Ingvason

Skólameistari FÁ

 

Lesa meira

20.9.2020 : Smit og fjarnám

Ágætu nemendur og forráðamenn,


Komið hefur í ljós að tveir nemendur við skólann hafa greinst með Covid–19. Umræddir nemendur tengjast vinaböndum og hafa lítið verið í nánum samskiptum við aðra nemendur skólans. Skólameistarar hafa um helgina unnið í nánu samstarfi við sóttvarnaryfirvöld, þ.m.t. smitrakningarteymi almannavarna, og unnið er samkvæmt þeirra leiðbeiningum að úrvinnslu málsins. Vegna þeirra sóttvarna sem viðhafðar hafa verið í skólanum er talið nær ómögulegt að samnemendur eða kennarar viðkomandi nemenda hafi smitast en við hvetjum alla nemendur sem finna til minnstu einkenna að hafa samband við www.heilsuvera.is til að bóka skimun.


Líkt og áður hefur komið fram í pósti fer kennsla fram í fjarnámi í Teams samkvæmt stundatöflu í næstu viku. Við minnum á að allir þurfa að mæta í þessar Teams kennslustundir, svo og fylgjast vel með skilaboðum sem kunna að koma frá kennurum í einstaka áföngum. Sjá Teams leiðbeiningar HÉR.

 

Þar sem skólanum verður lokað fyrir nemendum í níu daga (helgar meðtaldar) eru góðar líkur á því að við náum að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á þessu einstaka smiti og þar með getum við hafið eðlilegt skólastarf að nýju sem allra, allra fyrst. Við hvetjum nemendur til að stunda námið af kappi og fylgjast vel með fréttum frá skólanum næstu daga.


Með góðri kveðju,

Magnús Ingvason, skólameistari

Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari

Lesa meira

16.9.2020 : FÁ fær gull-hjólavottun

Umhverfisráð FÁ fagnaði Degi íslenskrar náttúru með skiptifatamarkaði og grænum fötum í dag, en fyrst og fremst með heimsókn Sesselju Traustadóttur, framkvæmdastýru „Hjólafærni“, sem ekki aðeins hélt mjög fræðandi fyrirlestur um vistvæna samgöngumáta heldur veitti skólanum GULL-hjólavottun sem tveir nemendur úr Umhverfisráði tóku á móti.

Við FÁ eru m.a. næg reiðhjólastæði, aðstaða til að gera við hjól í kjallaranum, nokkur rafhjól sem nemendum býðst að fá lánuð, einingar í boði fyrir að hjóla í skólann og viðgerðasamningur við hjólaverkstæði.

Lesa meira

2.9.2020 : Jafnlaunavottun í FÁ

Fyrir sumarleyfi fengum við í FÁ staðfestingu frá iCert vottunarstofu um það að í skólanum væri starfrækt jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012.

Lesa meira

31.8.2020 : Ásdís í úrslitum

Ásdís Rós Þórisdóttir, sem lenti í vor í 2. sæti í samkeppni Landverndar "Ungt umhverfisfréttafólk" með ljósmynd sína "Congratulations humanity" er nú komin áfram í úrslitakeppni alþjóðlegu keppninnar "Young reporters for the environment"! (auk frábærrar heimildarmyndar frá nokkrum Tækniskólanemendum en bæði íslensku nemendaverkefnin sem send voru í alþjóðlegu keppnina komust í úrslit).

HÉR má skoða öll verkefnin í úrslitum, og HÉR má kjósa mynd Ásdísar (með að smella á enjoy efst í hægra horni): 

Til hamingju með árangurinn Ásdís Rós!

Lesa meira

26.8.2020 : Lokað vegna útfarar

Kæru nemendur,
Vegna útfarar Eiríks Brynjólfssonar, kennslustjóra almennrar brautar, verður skólanum lokað kl. 12:45 nk. föstudag, 28. ágúst.

Lesa meira

24.8.2020 : Moodle innskráning

Kæru nemendur,

Smávegis breytingar hafa orðið á innskráningu í Moodle. Nú þurfið þið öll að logga ykkur inn með að smella á hnappinn „Innskráning í Moodle“ – skrifa notandanafnið ykkar (sem er alltaf fa og svo fyrstu 8 tölurnar í kennitölunni ykkar) og setja @fa.is fyrir aftan það.

Það er feykinóg að gera hjá tækniþjónustunni svo prófið þetta áður en þið sendið þeim póst um að komast ekki inn á Moodle. :) 

Lesa meira

19.8.2020 : Upphaf haustannar 2020

Ágætu nemendur og forráðamenn,

Mánudaginn 24. ágúst hefst staðnám í FÁ samkvæmt stundaskrá.

Vegna Covid-19 gilda almennar sóttvarnareglur í skólanum: þ.e. handþvottur, sótthreinsun, forðast að snerta andlit og tveggja metra reglan þar sem henni verður komið við (nema í skólastofum má fara niður í 1 metra fjarlægð). Mötuneytið verður ekki með heitan mat fyrst um sinn, heldur eingöngu plastpakkaða matvöru.

Þá mun skólinn fylgja nýjum leiðbeiningum menntayfirvalda sem unnar voru í samvinnu við sóttvarnarlækni. Lesið þessar reglur vel og hafið þær að leiðarljósi á næstunni.

1. Öll eiga að gæta fyllsta hreinlætis og spritta sig um leið og komið er inn í skólann. Sprittstöðvar eru við alla innganga.

2. Suðurinngangur verður öllu jafna læstur en hann er eingöngu ætlaður fyrir nemendur á sérnámsbraut.

3. Öll eiga að spritta sig þegar gengið er inn í álmur skólans (sprittbrúsar eru við alla innganga skólans og innganga í álmur).

4. Gangar eru ætlaðir til þess að ferðast á milli kennslustofa. Stofur verða ólæstar og nemendur eiga að fara beint inn í sína stofu þegar komið er upp á ganginn, þ.e. ekki bíða fyrir utan stofuna eftir kennara.

5. Öll eiga að sótthreinsa sitt borð og stólbak eftir hvern tíma. Kennarar nýta síðustu fimm mínútur af kennslustund til að leiðbeina .....

Lesa meira

8.8.2020 : Gleðilega gleðidaga!

2.6.2020 : Staðbundið sumarnám FÁ

Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á 6 áfanga í staðbundnu námi í sumar, sem er hluti af menntaúrræði stjórnvalda vegna Covid-19.

Skráning og upplýsingar eru HÉR.

Lesa meira

28.5.2020 : Skólinn fær 1. Græna skrefið

Í gær fékk skólinn afhenta viðurkenningu fyrir að hafa lokið við 1. Græna skrefið, en skrefin sex eru fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Umhverfismálin eru ekki ný af nálinni í FÁ en skólinn var til að mynda fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann og það árið 2006. Hugað er að umhverfinu í bæði rekstri og kennslu og hefur skólinn sett sér sjálfbærnistefnu og metnaðarfulla aðgerðaáætlun, umhverfisstefnu og samgöngustefnu. Sjálfbærninefnd og umhverfisráð skólans skipa fulltrúar starfsfólks og nemenda. Umhverfisfræði er kennd í vali en til stendur að gera hana að skyldufagi. Á hverju vori er umhverfisvika þar sem t.d. hafa verið fengnir fyrirlesarar eru til að fjalla um umhverfismál, markaður með umhverfisvænum vörum verið settur upp og notuð föt seld og ágóðinn gefinn til Votlendissjóðs.

Lesa meira

26.5.2020 : Brautskráning vorið 2020

Í dag útskrifaðist 131 nemandi, þar af 12 af tveimur brautum, frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Vegna aðstæðna í samfélaginu var útskrifað í tveimur hlutum; af heilbrigðisgreinum, Lista- og nýsköpunardeild og viðbótarnámi til stúdentprófs fyrripart dags, og bóknámsgreinum seinnipartinn. 73 nemendur útskrifuðust af bóknámsbrautum, 35 af heilbrigðisbrautum, 23 úr viðbótarnámi til stúdentsprófs og 3 af Lista- og nýsköpunarbraut.

Salóme Pálsdóttir, nýstúdent af Íþrótta- og heilbrigðisbraut, varð þetta vorið dúx skólans á stúdentsprófi. Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í verknámi tanntækna fengu þær Arna Katrín Kristinsdóttir og Ruth Rúnarsdóttir, og Eva Dögg Halldórsdóttir fyrir framúrskarandi árangur á Nýsköpunar- og listabraut. Íris Sævarsdóttir og Guðrún Telma Þorkelsdóttir fluttu falleg kveðjuávörp fyrir hönd útskriftarhópanna. Tveir starfsmenn skólans voru kvaddir eftir farsælt starf; Ingibjörg B. Haraldsdóttir, sérnámskennari, og Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, kennslustjóri sjúkraliðabrautar.

Magnús Ingvason, skólameistari, og Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp; Alex Ford og Guðmundur Elí Jóhannsson fluttu tónlistaratriði og Lilja Dögg, tónlistarkennari skólans, leiddi samsöng í lok athafna.

Til hamingju útskriftarnemar!

Lesa meira

25.5.2020 : Útskrift af sérnámsbraut

Í dag útskrifuðust 7 nemendur af sérnámsbraut FÁ og hlaut einn þeirra, Arnar Ingi Gunnarsson, sérstaka viðurkenningu fyrir góða ástundun í námi. Pálmi Vilhjálmsson, kennslustjóri sérnámsdeildar, og Magnús Ingvason, skólameistari, afhentu prófskírteinin og leiddu svo fjöldasöng ásamt útskriftarnemanum Helenu Halldórsdóttur. Þá flutti Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari, ávarp og þau Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir og Reynir Snær Magnússon, fyrrum starfsmaður sérnámsbrautar, fluttu tvö falleg lög. Loks var útskriftarnemunum og gestum þeirra boðið til kaffisamsætis í skólanum.

 

Lesa meira

25.5.2020 : Brautskráningu streymt

Á morgun, 26. maí, fer fram brautskráning í tvennu lagi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Kl. 13:00 útskrifast nemendur af Nýsköpunar- og listabraut, og frá Heilbrigðisskólanum. Nýstúdentar af Hugvísindabraut, Félagsfræðabraut, Náttúrufræðibraut, Íþrótta- og heilbrigðisbraut og Viðskipta- og hagfræðibraut útskrifast svo kl. 15:00. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður útskrifarnemum því miður ekki heimilt að bjóða með sér fleiri en tveimur gestum en báðum athöfnum verður streymt HÉR svo stoltir ástvinir þurfi ekki að missa af þessum merku tímamótum.

Lesa meira
Síða 1 af 5