Fréttir

15.1.2020 : FÁ áfram í Gettu betur!

Gettu betur lið FÁ átti annan frábæran leik í kvöld og sigraði FS 27-23. Sem gerir FÁ stigahæsta lið fyrri riðils 2. umferðar. Okkar fólk er sem sagt á leið í 8 liða sjónvarpskeppni Gettu betur, en á fimmtudaginn kemur í ljós hvaða dag og á móti hvaða skóla við keppum.

Til hamingju Jón Jörundur, Elínrós Birta, Þráinn, Arnar og Guðmundur Þórir!

Lesa meira

9.1.2020 : Veganúar í FÁ

Umhverfisfulltrúar skólans og mötuneyti Krúsku hafa tekið höndum saman í tilefni Veganúar. Allar vegan máltíðir á þriðjudögum og fimmtudögum í janúar verða á 700 kr. í stað 1050 kr.

Lesa meira

8.1.2020 : FÁ vann fyrstu keppnina sína!

Gettu betur-lið FÁ átti frábæran leik í kvöld og sigraði Menntaskólann á Ísafirði 25-20. Stigafjöldi FÁ er sá þriðji hæsti sem náðist í þessari fyrstu umferð ársins - einungis MR og Versló fengu fleiri stig. MÍ var afar verðugur andstæðingur og sem stigahæsta tapliðið verður skólinn samferða okkur upp í næsta riðil.

Næsta keppni verður á móti Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 20:30 þann 14. janúar.

Vel gert FÁ!

Lesa meira

8.1.2020 : Fyrsta umferð Gettu betur

Kl. 21:00 í kvöld mætir FÁ Menntaskólanum á Ísafirði í fyrstu umferð Gettu betur 2020. Þau Elínrós Birta, Jón Jörundur og Þráinn skipa okkar lið, og hér má hlusta á útsendinguna: https://www.ruv.is/null
Áfram FÁ!

Lesa meira

6.1.2020 : Skráning í fjarnám

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í fjarnám FÁ á vorönn og opið verður til 17. janúar.

https://umsokn.inna.is/#!/applyModules

Lesa meira

3.1.2020 : Upphaf vorannar 2020

Stundatöflur nemenda verða aðgengilegar í INNU mánudaginn 6. janúar kl. 8:00.

Kynningarfundur fyrir nýja nemendur verður þriðjudaginn 7. janúar kl. 13:00.

Fyrsti kennsludagur er miðvikudagurinn 8. janúar skv. stundatöflu.

Ef nemendur þurfa að breyta eða bæta stundatöflu sína, þá er boðið upp á töflubreytingar mánudaginn 6. janúar frá kl. 10:00 til 15:00 og þriðjudaginn 7. janúar frá kl. 8:00 til 10:00 og aftur frá kl. 13:00 til 16:00. Einnig er hægt að senda óskir um töflubreytingar á netfangið toflubreytingar@fa.is.

Lesa meira

20.12.2019 : Útskrift haustönn 2019

Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði í dag 106 nemendur og þar af útskrifuðust 8 nemendur af tveimur brautum. 13 nemendur útskrifuðust af heilbrigðissviði, sem skiptust svo eftir námsbrautum: Sjö útskrifuðust sem heilsunuddarar, einn sem læknaritari, einn sem lyfjatæknir og fjórir sem sjúkraliðar.

Frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust sex nemendur og stúdentar voru 86 talsins. 43 útskrifuðust af félagsfræðibraut, af náttúrufræðibraut útskrifuðust 13, af hugvísinda- og málabraut sex, af viðskipta- og hagfræðibraut útskrifuðust einnig sex og með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi útskrifuðust 19.

Dúx skólans er Stefaniya Ogurtsova sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með meðaleinkunnina 8,71. Eftirfarandi nemendur fengu einnig viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur: Ebba Egilsdóttir fyrir nám sitt á nýsköpunar- og listabraut, Harpa Rós Jónsdóttir fyrir lokaverkefni sitt á sjúkraliðabraut, Hólmfríður Hilmarsdóttir fyrir árangur sinn í nuddgreinum, Rannveig Schram fyrir bæði spænsku og félagsgreinar, Arnar Sigurðsson fyrir stærðfræði og Stefania Ogurtsova fyrir þýsku.

Í ræðu sinni fjallaði Magnús Ingvason, skólameistari FÁ, m.a. um nýlega PISA-könnun og nefndi að enn og aftur væru íslensk ungmenni töluð niður í fjölmiðlum og netheimum. Árangurinn mætti vissulega bæta og ýmis úrræði af hálfu menntamálayfirvalda hafi verið kynnt. Vonandi muni þau úrræði efla íslensk ungmenni, en árangurinn kæmi eflaust ekki í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Að lokum hvatti skólameistari nemendur til að lifa lífi sem veitti þeim vellíðan og gleði, en ekki lífi sem bara liti vel út.

Þrír útskriftarnemar fluttu kveðjuávörp; þær Najmo Fiyasko Finnbogadóttir, Saga Karítas Björnsdóttir og Margrét Guðlaug Jónsdóttir. Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum tveggja hæfileikraríka nemenda tónlistaráfanga skólans, og athöfninni lauk með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á jólasálminum Heims um ból.

Lesa meira

18.12.2019 : Kiwanisklúbburinn Katla styrkir sérnámsbraut FÁ

Kiwanisklúbburinn Katla mun taka að sér að styrkja tæknilega uppbyggingu við skynörvunarsundlaug við sérnámsbraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Verkefnið felst í því að koma upp ljósa- og hljóðkerfi við sundlaug skólans. Styrkurinn hljóðar upp á rúmar 3 milljónir og mun Kiwanisklúbburinn Katla sjá alfarið um þá fjármögnun. Vinna við undirbúning er þegar hafin.

Lesa meira

10.12.2019 : Próf hefjast að nýju

Próf við Fjölbrautaskólann við Ármúla verða með óbreyttu sniði á morgun, miðvikudaginn 11. desember.
Dagskólapróf kl. 8:30 og 11:00.
Fjarnámspróf kl. 13:30 og 16:00

Tests at FÁ will be as planned tomorrow; Wednesday December 11th. No tests will be cancelled because of weather.

Lesa meira

10.12.2019 : Próf og veðurspá

Próf þriðjudaginn 10. desember 2019

Próf í dagskóla verða með hefðbundnum hætti í dag; kl. 8:30 og 11:00.

Próf í fjarnámi verða kl. 13:30, en próf kl. 16:00 falla niður.

Frekari upplýsingar um nýjan próftíma fjarnáms og próf morgundagsins, miðvikudagsins 11. desember, verða settar inn eins fljótt og auðið er.

Lesa meira

4.12.2019 : Dimission

Stúdentsefni annarinnar dimiteruðu síðasta föstudag - klæddu sig upp sem fangar, skemmtu starfsfólki og nemendum í kaffihléi og þáðu svo veitingar á kennarastofunni.

Lesa meira

29.11.2019 : Vetrarvika FÁ

Í tilefni fallega vetrarveðursins og þess að framundan eru annarlok, vetrarsólstöður og jólahátíð var "Vetrarviku" fagnað í FÁ síðustu daga. Nemendafélagið bauð upp á hangikjöt og uppstúf, kakó og smákökur, jólabíó og popp, kahoot-keppni um alþjóðlegar vetrarhátíðir, piparkökuskreytingar, jólasveinaheimsókn, jólagjafir, jólatré og verðlaun fyrir bestu jólapeysuna. Nemendur halda því inn í síðustu kennsluviku ársins mettir og glaðir. 

Lesa meira

25.11.2019 : Nýtnivika Umhverfisráðs

Nemendur í Umhverfisráði FÁ héldu upp á "Nýtniviku" í síðustu viku og vöktu samnemendur sína til umhugsunar um náttúruvænni lífsstíl.

Lesa meira

20.11.2019 : Rokkað í hádeginu

Skólameistari, nemandi og kennarar af ýmsum toga hentu saman í skólahljómsveitina "Úff!" og skemmtu okkur hinum í hádegishléinu.
Það vantar aldrei rokkið í FÁ!

Lesa meira

18.11.2019 : Rætt um fantasíubókmenntir

Í tilefni Dags íslenskrar tungu um helgina kom til okkar í dag rithöfundurinn Alexander Dan og ræddi fantasíubókmenntir, sem eru vinsælar hjá stórum hópi ungra lesenda. Þar sem bækur hans hafa verið gefnar út á bæði íslensku og ensku varð úr áhugaverð umræða um þróun tungumálsins og hvort bóklestur á ensku ógni framtíð íslenskunnar.

Lesa meira

13.11.2019 : Opið fyrir umsóknir á vorönn

Nú er opið fyrir umsóknir í skólann á vorönn.

VIð hvetjum umsækjendur til að kynna sér vel inntökuskilyrði og dagsetningar umsóknartímabila á vef Menntagáttar.

https://www.fa.is/sk…/inntaka-i-skolann/umsokn-um-skolavist/

Lesa meira

4.11.2019 : Tónsmiðjan með hádegistónleika

Tónlistarstýra skólans, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, kennir nú í fyrsta sinn tónsmiðju sem áfanga. Þar situr ungt og efnilegt tónlistarfólk, kynnir sér tónlistarsöguna og æfir söng og hljóðfæraleik. Þessi flotti hópur frumflutti fyrir samnemendur sína á frábærum hádegistónleikum í síðustu viku - vel valin lög frá tímabilinu 1950-70 Við bíðum spennt eftir næstu tónleikum!

Lesa meira

3.11.2019 : Jafnréttisfræðsla vikunnar

Hinseginfélag og femínistafélag skólans buðu upp á hádegisfyrirlestra í tilefni kynjajafnréttisvikunnar. Þar fengu nemendur áhugaverða fræðslu um t.d. samskipti og staðalímyndir kynjanna, mörk og virðingu, sjálfsmynd unglinga og málefni trans fólks.  

Lesa meira

1.11.2019 : Kynjajafnréttisvika FÁ 2019

Femínistafélag og Hinseginfélag FÁ taka sig saman og bjóða samnemendum, foreldrum og starfsfólki upp á fræðsluhádegi í næstu viku. 

Mánudaginn 4. nóvember mæta þau Andrea Marel og Kári Sigurðsson sem fyrirlesturinn "Fokk me-Fokk you". Hann snýst um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Á þriðjudag koma svo Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn Einarsson með fyrirlesturinn "Karlmennskan og Fávitar" sem fjallar um mörk, samskipti og karlmennskuímyndir. Loks mætir fræðslustýra Samtakanna ´78, Sólveig Rós, og talar um hvað er að vera trans.

Öll velkomin!

Lesa meira

1.11.2019 : Hrekkjavökuteiti

Nemendaráð FÁ fagnaði allraheilagsmessu með pylsu- og nammiveislu, hryllingshúsi, spákonu, töframanni, búningasamkeppni og tónlist. 

Lesa meira
Síða 1 af 5